1993

BYKO LAT STOFNAÐ

BYKO LAT var stofnað í Lettlandi árið 1993 og er nú eitt stærsta félag í úrvinnslu timburs í Evrópu. Helstu afurðir eru flokkun, heflun og gagnvörn timburs, glugga-og hurðaframleiðsla auk húseiningaverksmiðju. Undir BYKO-LAT er CED í Cesis, Lettlandi með framleiðslu á garða- og girðingatimbri auk viðarkögglaframleiðslu. BYKO-LAT hefur verið rekið undir merkjum Bergs Timber í Svíþjóð frá árinu 2018.

1998

ELKO STOFNAÐ

ELKO var stofnað 1998 og varð strax frá fyrsta degi og er enn leiðandi í sölu raftækja á Íslandi. Norvik seldi ELKO til Festi árið 2014.

2000

NORVIK STOFNAÐ

Norvik var stofnað árið 2000 sem eignarhaldsfélag samstæðunnar. BYKO var orðið eignarhaldsfélag nokkurra félaga en um leið rekstrarfélag. Til að skýra línur í skipulagi samsteypunnar var Norvik því sett upp sem móðurfélag og BYKO, Smáragarður, ELKO og BYKO-LAT sett þar undir.

2003

KAUPÁS KEYPT

Árið 2003 keypti Norvik allt hlutafé Kaupáss, en þar undir voru matvörukeðjurnar Nóatún, Krónan og
11/11 auk Húsgagnahallarinnar og Intersport á Íslandi. Kaupunum fylgdi töluvert af fasteignum á
höfuðborgarsvæðinu og víða um Suðurland. Mikil áhersla var lögð á uppbyggingu lágverðsverslana
Krónunnar og þær settar í nýtt form sem reyndist verða annað leiðandi form slíkra verslana á Íslandi. Árið 2014 voru Kaupás, ELKO og fasteignir ásamt auglýsingastofunni EXPO seld til Festi.

2004

NORWOOD RÚSSLANDI

Norwood Rússlandi hóf starfsemi 2004 undir Norvik. 2013 var ný sögunarmylla sett í gang í Syktyvkar, Komi. Norvik er einnig 67% hluthafi í Komilesbusiness í Puzla, Komi, sem er með sögunarmyllu, viðarkögglaframleiðslu og skógarhöggsstarfsemi.

2005

CONTINENTAL WOOD KEYPT

Continental Wood Ltd í Englandi var keypt árið 2005, en þar undir var rekstur hafnar í Creeksea við ána Crouch, en einnig sala og dreifing á timbri og fleiri vörum. Árið 2015 var höfnin og hafnarsvæðið keypt en það hafði verið leigt af Norvik fram að því. Continental Wood er undir Bergs Timber, Svíþjóð frá árinu 2018.

2005

EWP ESTONIA

Í gegn um Continental Wood Ltd eignaðist Norvik sögunarmylluna EWP í Pärnu/Savi í Eistlandi sem síðar varð Laesti. Árið 2012 var sett í gang ný sögunarmylla í Pärnu/Sauga. Laesti er undir Bergs Timber, Svíþjóð frá árinu 2018.

2006

VIKA WOOD LATVIA KEYPT

Norvik keypi sögunarmylluna Vika Wood í Talsi, Lettlandi árið 2006. Vika Wood er stærsta mylla Eystrasaltslandanna og er nú rekin undir merkjum Bergs Timber, Svíþjóð.

2007

JARL TIMBER KEYPT

Sögunarmyllan Jarl Timber í Smálöndum, Svíþjóð var keypt árið 2007 og síðan seld til Bergs Timber árið 2016.

2018

SALA TIL BERGS TIMBER

Fyrirtækin BYKO-LAT, Vika Wood, Continental Wood Ltd og Laesti voru árið 2018 seld til Bergs Timber AB, almenningshlutafélags í Svíþjóð. Norvik varð við þessi viðskipti stærsti hluthafi Bergs Timber með um 65% eignarhlut í félaginu.

1968

SMÁRAGARÐUR STOFNAÐUR

Fasteignafélagið Smáragarður kom til sögunnar um 1968-1970 og var í upphafi systurfélag BYKO en er nú dótturfélag Norvikur. Smáragarður er með um 70.000 m2 af fasteignum í útleigu, sem er að stærstum hluta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

1962

BYKO STOFNAÐ

BYKO var stofnað 1962, og var grunnurinn að stofnun Norvikur síðar. BYKO er leiðandi fyrirtæki í byggingavöruverslun á Íslandi og hefur átt farsælan feril í yfir 58 ár.

Stjórn Norvikur

Jón Helgi Guðmundsson

Stjórnarformaður

Jón Helgi Guðmundsson er stjórnarformaður Norvikur, og hefur stýrt þróun og uppbyggingu félagsins síðustu áratugi. Jón Helgi kom að rekstri BYKO ungur að árum og tók við keflinu af föður sínum og móðurbróður sem stofnuðu BYKO árið 1962. Hann útskrifaðist sem Cand. Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1973, og lauk framhaldsmenntun í viðskiptafæði frá Penn State University. Jón Helgi hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í gengum tíðina og er nú stjórnarmaður í Bergs Timber AB í Svíþjóð. Hann er einnig stjórnarmaður í BYKO-Lat og Vika Wood í Lettlandi, Laesti í Eistlandi, og BYKO, Smáragarði og Eyri Invest á Íslandi.

 

Steinunn Jónsdóttir

Steinunn Jónsdóttir er hluthafi í Norvik og hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2004. Steinunn er með BFA gráðu í innanhússhönnun frá NESAD/Suffolk University, Boston, og lauk framhaldsmenntun í myndlist frá SMFA/Tufts University, Boston. Hún útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík 2006. Steinunn hefur tekið þátt í mörgum fjárfestingaverkefnum í Íslandi í gegnum tíðina og setið í stjórnum ýmissa félaga og sjóða. Hún er stofnandi og framkvæmdastjóri Listasetursins Bær ses. (Baer Art Center) í Skagafirði og rekur hrossaræktarbú á jörð sinni þar.

Iðunn Jónsdóttir

Iðunn Jónsdóttir er hluthafi í Norvik og hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2004. Iðunn útskrifaðist sem rekstrarfræðingur frá Tækniskólanum 1992, og lauk viðskiptafræðigráðu frá Háskólanum á Bifröst 2001. Hún var framkvæmdastjóri verslanna BYKO á árunum 2004-2007, hefur tekið þátt í ýmsum öðrum rekstri innan félaga Norvikur, setið í stjórn BYKO um árabil og einnig annarra dótturfélaga, og einnig sá hún um stofnun og uppbyggingu á auglýsingastofunni EXPO. Iðunn er stofnandi og stjórnarmaður í Modulus ehf., fyrirtæki sem flytur inn og selur tilbúnar húseiningar til einstaklinga og fyrirtækja.

Guðmundur H. Jónsson

Guðmundur H. Jónsson er hluthafi í Norvik og hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2004. Hann lauk BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2001. Guðmundur er stjórnarformaður BYKO hf. og Smáragarðs ehf., og hefur auk þess setið í stjórnum fjölmargra annarra félaga, m.a. Bergs Timber AB í Svíþjóð, GreenGold AB í Svíþjóð, Sternu ehf., Steinullar hf., og Deili tækniþjónustu ehf.

Þórður Magnússon

Þórður Magnússon er stofnandi og stjórnarformaður Eyris Invest ehf., og hefur setið í stjórn Norvikur frá 2003. Hann var fjármálastjóri Eimskips hf. á árunum 1980-2000, og hefur setið í stjórnum margra fyrirtækja og félaga, m.a sem stjórnarformaður ETactica og SagaMedica sem eru hluti fjárfestingaverkefnisins Eyris Sprotar. Hann var stjórnarmaður í Össur hf. um árabil sem og í Stork Technical Services í Hollandi.

Framkvæmdastjóri

Brynja Halldórsdóttir

Framkvæmdastjóri / fjármálastjóri

Brynja Halldórsdóttir hóf störf hjá BYKO árið 1991 og hefur verið framkvæmdastjóri Norvikur frá stofnun félagsins árið 2000, ásamt því að að hafa yfirumsjón með fjármálum allra dótturfélaga Norvikur um árabil. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa dótturfélaga Norvikur, og sat um tíma í stjórn Kaupþings. Brynja útskrifaðist sem Cand. Oecon frá Háskóla Íslands með áherslu á hagfræði.

Norvik hf  -  Vallakór 4 - 203 Kopavogur  -  Iceland  -  Tel (+354) 458 1000  -  ​​norvik@norvik.is